Þinglok ekki fyrir dyrum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Hari

Lítil eining ríkir um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna á þingi hvaða mál beri að klára á þessu löggjafarþingi og hvaða málum megi fresta fram á næsta haust.

Formennirnir funduðu allir í Alþingishúsinu í gær í von um að komast að niðurstöðu um þetta. Eftir fundinn sat stjórnarandstaðan ein eftir og fundaði áfram.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að stjórnarandstaðan sé ekki sammála um hvaða mál hún óski eftir því að verði kláruð á þessu þingi en að ágreiningurinn sé að verða minni og minni. „Við höfum verið að reyna að draga fram hvaða mál þessir flokkar vilja setja á oddinn áður en þingi lýkur,“ segir Katrín. „Það sem er líka flókið í þessari stöðu er að stjórnarandstaðan er ekki sameinuð um hvaða mál það eru, heldur eru það mjög ólík mál hjá hverjum flokki,“ segir hún. Katrín sér að óbreyttu ekkert því til fyrirstöðu að þingið standi langt fram á sumar, jafnvel fram í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert