Sjö handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu

Handtökurnar í morgun tengjast umfangsmiklu fíkniefnamáli.
Handtökurnar í morgun tengjast umfangsmiklu fíkniefnamáli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö manns í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir greindi fyrst frá.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem gefin var út síðdegis segi að fjórir af þeim sjö sem handteknir voru hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júní á grundvelli rannsóknarhagsmunar. 

Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Húsleit var gerð á níu stöðum í aðgerðum lögreglu var því um mjög viðamiklar aðgerðir að ræða.  

Rannsókn málsins er á frumstigi og lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert