12 daga hringferð verður 52 mínútur

Þátturinn verður einn af fimm í seríu á frönsk-þýsku stöðinni …
Þátturinn verður einn af fimm í seríu á frönsk-þýsku stöðinni Arte. Ljósmynd aðsend.

Það getur ekki hver sem er mætt á Gullfoss og Geysi og gefið þar dróna sínum lausan tauminn, jafnvel til ama fyrir gesti og gangandi. Það gilda reglur.

Nú fer hópur erlendra kvikmyndamanna um landið og festir á filmu náttúruperlur fyrir heimildaþátt um Ísland sem sýndur verður næsta vor á fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni Arte. Til þess að sýna dýrðir landsins í réttu ljósi notast höfundar þáttanna mikið til við fljúgandi drónamyndavélar en um notkun slíkra tækja gilda skýrar reglur, til dæmis um hve hátt og hve lágt drónarnir mega fljúga yfir landi.

Og teyminu er sannarlega í mun um að fara þar eftir öllum kúnstarinnar reglum, enda fengu þeir langort og ítarlegt leyfisbréf frá Umhverfisstofnun um hvað, hvernig, hvenær og hvar þeir mættu mynda landið með drónanum.

Kvikmyndamönnunum, sem eru Frakkar á vegum Gedeon Programmes, verður fylgt hringinn í kringum landið. Það er Fahad Falur Jabali, framleiðandi hjá íslenska fyrirtækinu Oktober Productions, sem vísar veginn. Þegar Morgunblaðið náði tali af Fahad í gær höfðu þeir nýlokið tökum á Seyðisfirði. Þeir höfðu þá þegar farið hringveginn, tekið nokkuð mikið efni upp í Borgarfirði, Snæfellsnesi, þaðan farið á Vestfirði og svo með Norðurlandi austur. Svo loka þeir hringnum kringum landið þegar þeir fara suðurleiðina til baka til Reykjavíkur og koma þangað um miðja næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert