Grunnskólanemar fá strætókort

Fjöldi grunnskólanema gæti átt rétt á strætókortum.
Fjöldi grunnskólanema gæti átt rétt á strætókortum. mbl.is/​Hari

Samþykkt var á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í síðustu viku að nemendur í grunnskólum borgarinnar, sem búa í meira en 1,5 kílómetra fjarlægð frá hverfisskóla sínum, fái ókeypis strætókort. Reglurnar ná ekki til nemenda sem sækja skóla utan síns hverfis.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að gert sé ráð fyrir að reglubreytingarnar skili sparnaði um „allt að 16 milljónum“, þar sem skólaakstur verður aflagður í nokkrum hverfum. Hann segir einnig að dreifing strætómiða, sem hefur verið við lýði, hafi falið í sér tiltekna mismunun og sömuleiðis akstur rúta í tilteknum hverfum.

„Þar sem sérstækar aðstæður eru að skapast munum við ennþá hafa skólaakstur,“ segir hann og nefnir nýja Vogabyggð sem dæmi. Þar verði skólaakstur vegna þess hve erfið gönguleiðin í skólann sé.

Reglurnar eiga að taka gildi í byrjun næsta skólaárs, hinn 22. ágúst, en þær taka gildi 1. janúar á næsta ári fyrir nemendur í 1.-4. bekk Hlíðaskóla með lögheimili í Suðurhlíðum og nemendum á sama aldri í Melaskóla með lögheimili í Skerjafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert