Greiðir kolefnisjöfnunina úr eigin vasa

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur kolefnisjafnað allar flugferðir sínar til og frá útlöndum á þessu ári úr eigin vasa.

Vakin er athygli á framtakinu á vef Alþingis þar sem segir að einstaklingar og fyrirtæki séu í auknum mæli farin að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kolefnisjafna flugferðir. Fjármálaskrifstofa þingsins býður þingmönnum aðstoð sína við kolefnisjöfnun og vísar á þá þrjá aðila hér á landi sem taka slíkt að sér, Kolvið, Votlendissjóð og Icelandair. Eru þingmenn hvattir til að nýta sér þetta.

„Ég hef farið tíu sinnum til útlanda á þessu ári,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag. Kostnaður við kolefnisjöfnunina nemi rétt um tíu þúsund krónum fyrir allar ferðirnar. Hann er þeirrar skoðunar að þingið eigi ekki sjálft að borga þennan kostað. Best sé og sómi að því að þingmenn geri það sjálfir úr eigin vasa og sýni þannig í verki viðhorf sitt til mikilvægis umhverfisverndar. Hann veit til þess að fleiri þingmenn hafi kolefnisjafnað ferðar sínar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert