Full áhrif af vaxtalækkunum ekki enn komin fram

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Ljósmynd/Seðlabanki Íslands

Slakinn í þjóðarbúinu er tiltölulega lítill að mati peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þótt hægt hefði mikið á hagvexti. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var í gær.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundum sinum 9. og 10. desember að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ástæðan var sú að nefndin taldi rétt að staldra við og sjá hver áhrifin yrðu af þeim vaxtalækkunaraðgerðum sem þegar hefði verið gripið til.

Áður en nefndarmenn fjölluðu um vaxtaákvörðunina ræddu þeir innlenda fjármálamarkaði, fjármálalegan stöðugleika, horfur í heimsbúskapnum og utanríkisviðskiptum Íslands, innlendan þjóðarbúskap og verðbólgu með hliðsjón af vaxtaákvörðun nefndarinnar frá 6. nóvember.

Nefndin ræddi einnig hvernig vaxtalækkanir bankans frá því í vor hefðu miðlast út í vaxtakjör heimila og fyrirtækja en vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5%. Var talið að áhrif þess ættu eftir að koma fram að fullu.

„ […] Auk þess hefðu ýmsir þættir í rekstri fjármálastofnana áhrif á aðgengi að lánsfé þ.á m. endurmat þeirra á verðlagningu og áhættu útlána í kjölfar breytinga í 6 rekstrarumhverfi þeirra að undanförnu. Nefndin var sammála um að rétt væri að fylgjast með þessari þróun á næstunni og þeim áhrifum sem hún gæti haft á mótun peningastefnunnar. Nefndin taldi rétt að staldra við að þessu sinni og sjá hver áhrifin yrðu af þeim aðgerðum sem þegar hefði verið gripið til. Slakinn í þjóðarbúinu væri tiltölulega lítill samkvæmt grunnspá bankans í nóvember þótt hægt hafi mikið á hagvexti[…]“.

Að mati nefndarmanna mun peningastefnan á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.

Fundargerð peningastefnunefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert