Helga Jónsdóttir sett ríkissáttasemjari

Helga Jónsdóttir hefur verið sett ríkissáttasemjari þar til eftirmaður Bryndísar …
Helga Jónsdóttir hefur verið sett ríkissáttasemjari þar til eftirmaður Bryndísar Hlöðversdóttur verður skipaður. mbl.is/Árni Sæberg

Helga Jónsdóttir hefur verið sett ríkissáttasemjari á meðan unnið er úr umsóknum um embættið. Helga hefur þegar tekið til starfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti ríkissáttasemjara. 

Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 20. desember en listi yfir umsækjendur hefur ekki verið birtur en til stendur að birta hann fljótlega. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Um­sókn­ir verða metn­ar af sér­stakri ráðgef­andi hæfn­is­nefnd sem ráðherra skip­ar.

Fjöldi umsækjenda hefur ekki verið gefinn upp en Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, er meðal um­sækj­enda.  

Helga hefur unnið fyrir embætti ríkissáttasemjara en hún er ein tólf aðstoðarsáttasemjara sem Bryndís Hlöðversdóttir, sem sagði starfi sínu lausu í haust til að taka við starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, tilnefndi Helgu í janúar í fyrra til að aðstoða sig við lausn umfangsmikilla kjaradeilna. 

Í fyrra gegndi Helga starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um tíma þegar forstjóri fyrirtækisins steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnustaðamenningu og málefnum nokkurra starfsmanna fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert