Newcastle að endurheimta lykilmenn

Almiron er einn þeirra sem er að snúa til baka …
Almiron er einn þeirra sem er að snúa til baka eftir meiðsli. AFP/Glyn Kirk

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, staðfesti á blaðamannafundi í dag að liðið sé að endurheimta lykilmenn úr meiðslum fyrir síðustu leiki tímabilsins.

Miguel Almiron er byrjaður að æfa með liðinu og þá byrjaði Brasilíumaðurinn Joelinton einnig að æfa í vikunni. Sömu sögu er að segja af markverðinum Nick Pope.

„Þetta hefur verið virkilega góð vika. Við fengum þrjá reynda, góða leikmenn til baka. Það hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkur.“

Newcastle-liðið hefur glímt við mikil meiðsli á tímabilinu og voru ekki bara góðar fréttir í þeim efnum á blaðamannafundinum. Howe staðfesti að líklega yrði varnarmaðurinn Fabian Schär frá út tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert