Verkfallið nær til 3.500 barna

„Við reynum að stíga þennan dans með þeim leikreglum sem gilda,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Verkfallsaðgerðir sem Efling hefur boðað vegna kjaradeilu 1.850 starfsmanna félagsins hjá Reykjavíkurborg hefjast klukkan 12.30 í dag og standa til miðnættis. Þetta varð ljóst eftir að sáttafundur í gærmorgun skilaði engum árangri.

Um eitt þúsund félagar í Eflingu starfa í skólum í Reykjavík. Munu aðgerðirnar bitna á 63 leikskólum. „Við vitum að þetta er rúmur helmingur barna sem verða án þjónustu eftir hádegi,“ segir Helgi. Alls eru um 5.100 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar en upplýsingar sem skrifstofan fékk frá leikskólunum benda til að aðgerðirnar nái til um 3.500 barna.

Mismunandi er eftir borgarhlutum hversu mikil áhrifin verða. Þannig segir Helgi að þjónustuskerðingin verði mest í Breiðholti – þar sé hæsta hlutfall Eflingarstarfsfólks – en mun minni til að mynda í Laugardalnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert