Prestsembætti endurvakið í Danmörku

Séra Þórir Jökull Þorsteinsson.
Séra Þórir Jökull Þorsteinsson.

Embætti sendiráðsprests í Kaupmannahöfn hefur verið endurvakið, en það var lagt niður í kjölfar bankahrunsins 2008.

Auglýst var eftir presti til að gegna embættinu og bárust fjórar umsóknir. Þau sóttu um: Séra Hannes Björnsson, sr. Jóhanna Magnúsdóttir, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og sr. Sigfús Kristjánsson.

Umsóknir fara nú til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Biskup ræður í embætti sérþjónustuprests að fenginni niðurstöðu matsnefndar og tekur presturinn við 1. ágúst 2020. Embættið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjón prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert