Höfnuðu framkvæmdum

Vinstri græn lögðust gegn því að ráðist yrði í stórfelldar framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Var umfang framkvæmdanna talið myndu hlaupa á 12-18 milljörðum króna, en lítils mótframlags var krafist frá íslenska ríkinu.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt þeim hafnaði flokkurinn þessum áformum þvert á vilja samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Málið var ekki rætt formlega innan ríkisstjórnarinnar, en í óformlegum samtölum milli flokkanna hafnaði VG hugmyndinni alfarið. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma fólu áformin meðal annars í sér uppbyggingu stórskipahafnar, nýrra gistirýma og vöruhúsa. Ef af framkvæmdunum hefði orðið má gera ráð fyrir að hundruð starfa hefðu skapast samhliða þeim. Þar af fjöldi tímabundinna starfa en auk þess tugir ef ekki hundruð varanlegra starfa.

Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli.
Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert