Ráðherra hafi ekki brotið lögin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

„Það hefði kannski verið heppilegra að passa vel upp á tveggja metra regluna. Við verðum að vera umburðarlynd og ég tel að hún hafi ekki verið að brjóta lögin,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort hann teldi að ferðamálaráðherra hefði brotið reglur um tveggja metra reglu og sóttvarnir um helgina.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra fór út að borða með vin­kon­um sín­um og í búðir á Lauga­veg­in­um á laugardag án þess að tveggja metra regl­unni væri fylgt. Á face­booksíðu sinni sagði Þór­dís Kol­brún að eft­ir á að hyggja hefði verið ein­fald­ara að fara ekki með vin­kon­um sín­um. 

Þórólfur sagði að fólk verði að bera ábyrgð á sínum athöfnun og tveggja metra reglan eigi aðallega við um umgengni einstaklinga sem fólk þekki engin deili á.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að almennt stæðum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. Þeir sem standi í framlínunni þurfi að vera fyrirmyndir og þurfi að vera tilbúnir að taka gagnrýni.

„Við þurfum að gæta okkar öll í þessu saman og þurfum að vera tilbúin að taka gagnrýni.“ sagði Víðir meðal annars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert