Ástandið geti varað í nokkra mánuði enn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það góðar fréttir að …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það góðar fréttir að hluthafar hafi veitt heimild til að auka hlutafé félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru mjög góðar fréttir og það er gott að fá stuðning fyrir þetta verkefni. Hluthafar samþykktu tillöguna einróma, sem er nokkuð góð stuðningsyfirlýsing fyrir þetta verkefni sem við erum í,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilefni af því að hluthafar hafi samþykkt að veita heimild til að auka hlutafé félagins í 23 milljarða. Var auk þess félaginu veitt heimild til að gefa út áskriftarréttindi.

Hlutafjárútboðið fer fram miðvikudaginn 16. september og fimmtudaginn 17. september og bindur Bogi vonir við að það klárist með farsælum hætti. 

„Við leggum upp með að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði til viðbótar svo það verði líklega ferðatakmarkanir í gildi og tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir hann. Byrjað verði á því í vetur að byggja leiðarkerfið upp hægt og rólega, öllum innviðum og sveigjanleika haldið gangandi svo hægt sé að hefja starfsemi um leið og aðstæður bjóða upp á slíkt. 

„Ef aðstæður verða betri fyrr en við eigum von á þá er það plús fyrir þetta tækifæri sem við erum að kynna og fjárfesta,“ segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert