Skemmdir voru unnar á hljóðmön við Miklubraut

Skemmdirnar á hljóðmöninni voru umtalsverðar eins og sjá má. Byrjað …
Skemmdirnar á hljóðmöninni voru umtalsverðar eins og sjá má. Byrjað var að fjarlægja krotið í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmdir voru nýlega unnar á nýlegum vegg/hljóðmön við Miklubraut norðan Rauðagerðis í Reykjavík. Tákn voru máluð á vegginn með hvítri málningu. Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Um er að ræða svokallaða grjótkörfuveggi, þar sem grjóti er raðað í járnkörfur. Sams konar veggir voru settir upp á Miklubraut við Klambratún.

Starfsmenn frá Reykjavíkur tóku til við það í gær að hreinsa veginn og reiknað var með að því verki myndi ljúka í dag eða á morgun, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá Reykjavíkurborg síðdegis í gær.

Áætlaður kostnaður við hreinsunarstarfið lá ekki fyrir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert