Tjónið hundruð milljóna

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í árlegri skýrslu sinni um starfsemi RÚV gerir fjölmiðlanefnd athugasemd við að RÚV borgi verktökum innan vébanda stofnunarinnar verktakagreiðslur en kalli það kaup af og meðframleiðslu með sjálfstæðum aðilum ótengdum RÚV, sem stofnuninni er skylt að verja 10% heildartekna sinna til.

Þannig fer RÚV gegn þeim hluta þjónustusamningsins við mennta- og menningamálaráðherra er lýtur að samstarfi við sjálfstæða framleiðendur og kaupum á efni af þeim. Verktökum sem unnu að gerð þátta á borð Vikuna, Silfrið, Menninguna, Gettu betur og Landann var greitt fyrir með verktakagreiðslum sem eyrnamerktar voru óháðum og sjálfstæðum framleiðendum.

Sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins segir að tjónið sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hafi orðið fyrir á samningstímanum hlaupi á hundruðum milljóna. Hún segir alvarlegt að ekkert hafi verið að gert eftir að SI vakti athygli á málinu fyrir tveimur árum, að þvíer rfam kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert