Ný menntastefna til ársins 2030

Lilja Alfreðsdóttir leggur nú fram fyrstu menntastefnuna fyrir Ísland.
Lilja Alfreðsdóttir leggur nú fram fyrstu menntastefnuna fyrir Ísland. Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælir í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. 

Menntastefnan er sú fyrsta sem lögð hefur verið fram á Alþingi og var hún boðuð skv. þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í nóvember. Menningarstefna er einnig á þingmálaskrá ráðherra í febrúar.

„Framtíðarsýn menntastefnu til ársins 2030 byggist á einkunnarorðunum framúrskarandi menntun alla ævi. Helstu gildi menntastefnunnar verði þrautseigja, hugrekki, þekking og hamingja,“ segir í þingsályktunartillögunni. 

Stefnan byggist á fimm stoðum: Jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi, gæði í forgrunni. 

Í greinargerð tillögunnar segir: „Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins.“

Langtímastefnumótun algengari en áður

Eins og áður segir er þetta fyrsta menntastefna sem flutt er á Alþingi. Opinber stefnumótun hefur þróast í þá átt undandfarin ár að langtímastefnur eru lagðar fram í stórum málaflokkum. Sem dæmi var heilbrigðisstefna til fimm ára samþykkt á síðasta þingi, fjármálastefna til fimm ára er nú bundin í lög um opinber fjármál, samgönguáætlun er nú gerð til fimmtán ára og þjóðaröryggisstefna er í gildi frá árinu 2016.

Önnur stefnumótun sem fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er nýsköpunarstefna, ferðaþjónustustefna, orkustefna og eigendastefna fyrir ISAVIA og Landsvirkjun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert