Umræðunni ekki lengur handstýrt af fámennum hópi

Orkumálastjóri segir að umræða um frumvarp um hálendisþjóðgarð hafi þroskast …
Orkumálastjóri segir að umræða um frumvarp um hálendisþjóðgarð hafi þroskast mikið. mbl.is/RAX

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að umræða um frumvarp um hálendisþjóðgarð, sem hafi nú verið lagt fram á Alþingi, hafi þroskast mikið og henni sé ekki lengur handstýrt af fámennum, einsleitum hópi. Hann kveðst þó sakna áhrifanna á loftlagsmálin í þeirri umfjöllun sem eigi sér stað. 

Þetta kemur fram í árlegu jólaerindi orkumálastjóra til starfsmanna.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Ljósmynd/Aðsend

„Menn hafa vissulega sett spurningarmerki við að byggja atvinnulíf okkar og hagvöxt í enn meira mæli á fjöldatúrisma með tilheyrandi kolefnislosun, en svo eru menn enn gagnrýnislaust að tala niður jákvæð áhrif af því að nýta vistvæna orku hér á á landi til iðnaðarframleiðslu,“ skrifar Guðni.

Illa dulin Þórðargleði

„Með illa dulinni Þórðargleði lýsa menn væntingum sínum um að álver á Íslandi gætu þurft að loka sem þá myndi tryggja okkur nægilegt rafmagn til komandi orkuskipta án þess að byggja fleiri virkjanir,“ skrifar hann ennfremur.

Guðni bendir á, að hin hliðin á peningnum sé nefnilega sú að ef það þurfi að loka álveri hér á landi þá sé það vegna þess að það hafi orðið undir í samkeppni við álver rekið á kolaorku annars staðar á jarðarkringlunni.

„Allur okkar ávinningur af orkuskiptum sem drifin væru áfram af orku sem væri þannig fengin myndi glatast fimm sinnum í þeim skiptum,“ skrifar orkumálastjóri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert