Ísland í 7. sæti yfir viðbrögð við faraldrinum

Ísland fær 80,1 í einkunn ákvarða sem sýna á árangur …
Ísland fær 80,1 í einkunn ákvarða sem sýna á árangur þjóða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er í 7. sæti á lista yfir árangur þjóða við að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar, samkvæmt nýjum samanburði áströlsku hugveitunnar Lowy Institute. Nýja-Sjáland er í efsta sætinu.

Rannsóknin nær til 98 ríkja heims og er Ísland eina af Norðurlöndunum sem er meðal 10 efstu. Finnland er í 17. sæti og Noregur í 18. sæti.

Í samanburði Lowy Institute á aðgerðum og árangri við að ná faraldrinum niður er lagt mat á 36 vikna tímabil frá því 100 smit höfðu greinst í hverju landi um sig. Bornar eru saman staðfestar smittölur og dauðsföll af völdum veirunnar, fjöldi smita á hverja milljón íbúa, dauðsföll á hverja milljón íbúa, hlutfall virkra smita úr sýnatökum og fjöldi sýnataka á hverja þúsund íbúa.

Víetnam er í 2. sæti á listanum, Taívan í 3. sæti og því næst koma Taíland, Kýpur, Rúanda, Ísland, Ástralía, Lettland og Srí Lanka. Svíþjóð er í 37. sæti, Írland í 43. sæti, Þýskaland í 55. sæti, Bretland í 66. sæti og Bandaríkin eru meðal neðstu þjóða í 94. sæti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert