Foreldrar haldi leikskólabörnum heima

Leikskólabörn.
Leikskólabörn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla hvetur foreldra leikskólabarna til að halda börnum sínum heima fram yfir páska til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í ályktun félagsins.

Stjórnin harmar ákvörðun heilbrigðisráðherra frá því í gær um að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla líkt og gert er með önnur skólastig.

„Mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk er óumdeilt en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa,“ segir í  tilkynningunni.

„Stjórnin bendir á að þessi mikilvægi hópur, starfsmenn leikskóla, sem heldur úti skólastarfi þegar öðrum skólastigum er gert að loka sínum skólum er einungis í áttunda sæti af níunda af skilgreindum forgangshópum samkvæmt reglugerð 221/2001.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert