Úr 17 stiga hita í fimm stiga frost

Það verður ekki jafn hlýtt á Kvískerjum í fyrramálið.
Það verður ekki jafn hlýtt á Kvískerjum í fyrramálið. Skjáskot/Vegagerðin

Í niðurstreyminu af Öræfajökli sýndi hitamælir á Kvískerjum 17 stig í morgun. Á sama tíma voru 3 og 4°C við Lómagnúp og á Ingólfshöfða.

Þetta kemur fram á facebook-síðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings en á vef Veðurstofunnar kemur fram að hæsti hiti á landinu í dag eru 16,8 stig á mæli Vegagerðarinnar á Kvískerjum.

Einar bendir á að kólna muni hratt næsta sólarhringinn en í fyrramálið er spáð fjögurra til fimm stiga frosti á Kvískerjum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert