Vill lagaheimild fyrir sóttkvíarhótel

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að úrskurður héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsa sé honum mikil vonbrigði. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í gær að reglugerð heilbrigðisráðuneytisins skorti lagastoð enda engin lög sett áður en gripið var til úrræðisins.

Þórólfur var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun en þar sagði hann að hann myndi vilja sjá lögum breytt þannig að hægt verði að grípa til þessarar aðgerðar að nýju.

„Það myndi ég halda að væri raunhæfa leiðin frá mínum sjónarhóli, að gera það. Þannig að við gætum haldið áfram á þessari braut,“ sagði Þórólfur í Bítinu og bætti við að hann teldi að annars væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert