Gestir gosstöðva ókurteisir

Björgunarsveitarmenn að störfum við gosið.
Björgunarsveitarmenn að störfum við gosið. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir allt ganga sinn vanagang við gosstöðvarnar. Um 1.000 manns skoði eldgosið á venjulegum degi en 3.000 til 5.000 þegar mest lætur. Björgunarsveitarmenn hafa þó orðið varir við meiri dónaskap eftir að hinum svokallaða „gónhól“ var lokað vegna hættu á hraunrennsli í kringum hann. 

Öryggislímband sem hindraði aðgengi að hólnum hefur verið fjarlægt eftir að hafa ekki skilað tilætluðum árangri og því klífur fólk núna hólinn á eigin ábyrgð.

Spurður um dónaskap í ferðamönnum segir Adolf hafa fyrst tekið eftir því þegar björgunarsveitarmenn bönnuðu aðgengi að hólnum. Fólk hafi verið með stæla og óþarfa hreyting. „Þetta er bara sameiginlegt verkefni og við þurfum bara að vera kurteis hvort við annað,“ segir Bogi í samtali við mbl.is.

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert