Farið að bera á endursýkingum

Skimun. Smitum hefur fjölgað mikið undanfarið vegna Delta-afbrigðisins. Yfir 3.000 …
Skimun. Smitum hefur fjölgað mikið undanfarið vegna Delta-afbrigðisins. Yfir 3.000 sýni eru nú tekin daglega. mbl.is/Oddur

Alls greindust 88 smit innanlands í fyrradag og 95 á föstudag. Flestir smitaðra eru bólusettir eða um 70%. Spurður hvort mikið sé um endursýkingar smitaðra segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, svo ekki vera.

„Þetta er rétt að koma upp núna en þetta eru örfáar endursýkingar,“ segir Már og bætir við að í því felist að fólk hafi fengið veiruna og síðan almennt ekki þegið bólusetningu eftir smitið. „Við erum að reyna að átta okkur á hvers kyns þetta er.“

Í umfjöllun um faraldurinn í Morgunblaðinu í dag segir Már að um sé að ræða einstaklinga sem séu nú að smitast af Delta-afbrigðinu en hafi smitast af öðru afbrigði fyrst.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að það séu vonbrigði að bólusetning gegn Covid-19 skuli ekki verja fólk betur fyrir kórónuveirusmiti en án bólusetningar væru Íslendingar líklega búnir að missa tökin algjörlega á faraldrinum. Um 50% bólusettra virðast ná að verjast kórónuveirusmiti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert