Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Hann telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi í samfélaginu gegn Covid-19 með því að láta kórónuveiruna ganga áfram.

Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Þar sagði hann að markmiðið væri ekki að útrýma veirunni úr samfélaginu en þó þyrfti að reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. 

Þá telur hann að forgangsverkefni sé að gefa þeim sem hafa svarað bólusetningu illa örvunarskammta og að styrkja Landspítala.

mbl.is reyndi að ná tali af Þórólfi í dag en var tjáð af upplýsingafulltrúa almannavarna að hann væri í sumarfríi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert