Enn stefnir í vinnustöðvun á þriðjudaginn

Arnar Hjálmsson segir fundinn í gær hafa svipað frekar til …
Arnar Hjálmsson segir fundinn í gær hafa svipað frekar til vinnufundar en sáttarfundar. Ljósmynd/Samsett

Litlu miðaði á sáttarfundi flugumferðastjóra, ríkissáttarsemjara og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í gær að sögn Arnars Hjálmssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðastjóra.

„Það var fundur í gær, hann var líkari vinnufundi en sáttarfundi, en það var verið að reyna,“ segir Arnar.

Arnar segir stöðuna óbreytta eftir fundinn. „Við erum litlu nær, engin sérstök niðurstaða,“ segir Arnar.

Boðað hefur til vinnustöðvunar flugumferðastjóra í fimm klukkustundir, á milli klukkan 5 og 10  að morgni, á þriðjudaginn næstkomandi. Arnar segir allt stefna í að úr henni verði. 

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert