Vinnustöðvun flugumferðarstjóra aflýst

Vinnustöðvuninni hefur verið aflýst.
Vinnustöðvuninni hefur verið aflýst. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur aflýst fyrirhugaðri vinnustöðvun sinni sem var fyrirhuguð á þriðjudaginn.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV

Lítið hafði miðað síðustu daga á sáttafundum flugumferðarstjóra, ríkissáttasemjara og Samtaka atvinnulífsins.

Ekki náðist í Arnar Hjálmsson, formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra, við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært kl. 19.42:

Fram kemur á vef ríkissáttasemjara að flugumferðarstjórar og SA v/Isavia ofh. hafi undirritað nýjan kjarasamning sem gildir til 1. október 2023.

„Flugumferðarstjórar hafa aflýst boðuðum verkföllum sem áttu að koma til framkvæmda á þriðjudagsmorgun kl. 05.00 til kl.10.00, og föstudaginn 3. september kl. 12.00 – 16.00,” segir á síðunni.

Fram kemur að 18 fundir hafi verið haldnir í deilunni hjá ríkissáttasemjara og að sá síðasti hafi staðið í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert