Meðallaun hækkað mun meira á Íslandi

Byggingavinna.
Byggingavinna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launavísitalan hafði í júlí síðastliðnum hækkað um 7,8% yfir 12 mánaða tímabil.

Fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans að hækkunin sé mikil, til dæmis miðað við öldudalinn í hagkerfinu að undanförnu. Umræða um launamál hér á landi byggir mikið á launavísitölunni.

„Sé litið á tímabilið frá 2000 til 2020 má t.d. sjá að meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum. Þetta er mun meiri hækkun en í nálægum löndum, en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Meðalhækkun hinna Norðurlandanna er 81% á móti 204% hjá okkur. Meðallaun á Íslandi hafa þannig að meðaltali hækkað um 5,8% á ári á þessum 20 árum á meðan þau hafa hækkað að meðaltali um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum,” segir í Hagsjánni.

Fram kemur að ef litið er á mestu og minnstu árlegu breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum.

„Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert