Barn tekið með keisara vegna veikinda móður

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Barn var tekið með keisaraskurði á Landspítalanum fyrr í mánuðinum vegna veikinda móðurinnar. Móðirin hafði verið lögð inn á gjörgæslu vegna alvarlegra Covid-tengdra veikinda. Þurfti hún á öndunarvél að halda. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöldfréttum að móður og barni heilsist eftir atvikum. 

Ákveðið var að barnið skyldi tekið með keisaraskurði svo að hægt yrði að leggja móðurina á grúfu til að bæta loftskipti. Erlendis hefur þetta þekkst hjá mæðrum með alvarleg tilfelli Covid-19. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert