Ríkinu var dæmt landið og veiðiréttur

Frá Kelduhverfi.
Frá Kelduhverfi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Íslenska ríkið er eigandi lands sem afsalað var frá ellefu jörðum í Kelduneshreppi í N-Þingeyjarsýslu til Sandgræðslu Íslands með afsali 29. október 1939. Jafnframt á ríkið veiðirétt fyrir eignarlandi sínu á vatnasvæði Litlárvatna. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kvað upp dóm í máli ríkisins gegn hópi landeigenda í Kelduhverfi.

Hjörleifur B. Kvaran, hrl. og lögmaður meiri hluta landeigenda, telur ólíklegt að málinu verði áfrýjað. Nokkrir landeigendur gagnstefndu ríkinu og dæmdu héraðsdómur og Landsréttur ríkinu í vil. Landeigendurnir eiga kauprétt að landinu sem var skráð á náttúruminjaskrá án þess að þeir fengju andmælarétt. Umhverfisráðuneytið hefur verið beðið að aflétta friðun svo forkaupsrétturinn verði virkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert