Naglana burt og starfsfólk í nám

Í Vesturbænum.
Í Vesturbænum. mbl.is/Hari

Borgarstjóri hefur lagt það til að engin bifreið, hvort sem hún er í eigu Reykjavíkurborgar eða tekin á leigu, sé á nagladekkjum. Miðað er við að almennur farartækjafloti borgarinnar verði nagladekkjalaus eigi síðar en um næstu áramót og sorpbílar verði án nagla frá og með miðjum apríl nk. Þá leggur borgarstjóri einnig til að þeir starfsmenn sem vegna starfa sinna aka í vetrarfærð fái boð í sérstaka fræðslu um akstur ökutækja að vetrarlagi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Nagladekk hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Hefur m.a. Reykjavíkurborg hvatt íbúa til að velja önnur dekk undir ökutæki sín auk þess sem Samfylkingin hefur nú lagt til breytingar á umferðarlögum sem heimila sveitarfélögum að innheimta gjald, allt að 40 þúsund krónum, fyrir notkun negldra hjólbarða.

Sumar aðstæður kalla á nagla

Á meðan borgarráðsfulltrúar meirihlutans taka undir tillögu borgarstjóra benda fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að upp kunna að koma aðstæður í borgarlandinu sem kalla á nagladekk. Er þá rekstur skíðasvæðanna og sorphirða nefnt sem dæmi. Miðflokkurinn segir dekkjaskipti meirihlutans mikið ábyrgðarleysi og að borgarstarfsmenn hafi sumir jafnvel hótað að segja starfi sínu lausu gangi áformin eftir. Um sé að ræða enn eina forræðishyggju borgarstjóra og meirihlutans í Reykjavíkurborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert