Leggur til 20 manna samkomutakmarkanir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til 20 manna samkomubann.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til 20 manna samkomubann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóttvarnalæknir leggur til 20 manna samkomutakmarkanir í minnisblaði sem hann hefur afhent heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum mbl.is. Þá leggur hann til að grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar hefji ekki starfsemi fyrr en 10. janúar.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur áherslu á að heilbrigðisráðuneytið hafi …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur áherslu á að heilbrigðisráðuneytið hafi lokaorðið um aðgerðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, segir þessar upplýsingar ekki fjarri lagi en vill þó ekki staðfesta neitt um innihald minnisblaðsins fyrr en það verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Síðan myndi heilbrigðisráðuneytið gefa út reglugerð eins og vant er.

Rúv hefur þá greint frá því að sóttvarnalæknir leggi til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp í stað eins metra reglu, sem er í gildi nú. Jafnframt verði 200 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum og þar þurfi að framvísa neikvæðum hraðprófum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum og opnunartími veitingastaða verði styttur enn frekar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert