Þórólfur verði „vondi kallinn“ í stað Willums

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram að heilbrigðisráðuneytið hafi lekið nýjasta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Á facebooksíðu sinni segir Gunnar Smári líklegt að aðstoðarmaður ráðherra hafi verið þar að verki í þeim tilgangi að gera Þórólf að „vonda kallinum“ í stað Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Gunnar Smári segir þetta þekkta aðferð til að færa til ábyrgð og brjóta upp slæmar fréttir, en færsla hans birtist í gærkvöldi.

Minnisblað Þórólfs verður rætt á ríkisstjórnarfundi í dag.

„Án leka hefði Willum mætt á morgun og tilkynnt um 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum og verið vondi kallinn. Með leka mun Willum koma fram á morgun og tilkynna að hann hafi ákveðið að setja á mildari takmarkanir en Þórólfur lagði til; 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum. Þá er Þórólfur vondi kallinn en Willum sá mildi,“ skrifar Gunnar Smári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert