18 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

18 frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
18 frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls taka 18 frambjóðendur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg sem fram fer laugardaginn 19. mars.

Af frambjóðendum eru 7 konur og 11 karlar og verður kosið um 7 efstu sætin.

Þau sem bjóða sig fram í 1. sæti eru Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar hjá Árborg, og Fjóla St. Kristinsdóttir, sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru, í stafrófsröð:

  • Anna Linda Sigurðardóttir
  • Ari Björn Thorarensen
  • Björg Agnarsdóttir
  • Bragi Bjarnason
  • Brynhildur Jónsdóttir
  • Fjóla St. Kristinsdóttir
  • Gísli Rúnar Gíslason
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Gunnar Egilsson
  • Helga Lind Pálsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Kjartan Björnsson
  • Magnús Gíslason
  • María Markovic
  • Ólafur Ibsen Tómasson
  • Sveinn Ægir Birgisson
  • Viðar Arason
  • Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert