Játar innbrotið á skrifstofu Mannlífs

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, játar að hafa brotist inn …
Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, játar að hafa brotist inn á skrifstofur Mannlífs. Ljósmynd/Landspítalinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri miðilsins 24.is, játar að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs í janúar síðastliðnum.

Þetta kemur fram í sérstökum hlaðvarpsþætti Mannlífs. Spurður hver hvatinn að innbrotinu hafi verið segir Kristjón að hann hafi átt sér draum um að opna vefmiðil og unnið í marga mánuði að stofnun 24.is en hann hafi litið á miðilinn sem keppinaut 24.is. Auk þess hafði honum fundist miðillinn fjalla með óvægnum hætti um Róbert Wessman.

Fannst Mannlíf ganga yfirgengilega yfir strikið

„Það kom ákveðinn punktur þar sem mér fannst verið að fara yfirgengilega yfir strikið og fyrir þetta yrði að refsa,“ segir Kristjón í hlaðvarpinu. Hafði Mannlíf þá skrifað nokkrum sinnum orðróm um Kristjón.

„Ég biðst afsökunar á þessu, verst að vera ekki með eitthvað af þessum munum hér, eins og stóð til,“ segir Kristjón en hann þekkir ágætlega til Mannlífs, hafandi unnið á staðnum. Kristjón segir þá Róbert Wessman, forstjóra Alvogen, hafa tekið þátt í að fjármagna 24.is og ræðir hann tengsl þeirra í þættinum. Hann tekur skýrt fram að hann hafi ákveðið á eigin spýtur að brjótast inn á skrifstofu Mannlífs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka