Erfitt að kæra ef óvíst hver gerandinn er

Náttúruspjöll á Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss.
Náttúruspjöll á Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er í ferli hjá okkur. Við tökum út staðinn og skoðum alvarleika málsins. Við sendu svona alltaf til lögreglu. En það er erfitt að kæra ef ekki er vitað hver gerandinn er,“ segir Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is.

Fjór­hjóli var nýlega ekið langt upp á Ingólfsfjall svo að djúp för mynduðust í jarðveg­in­um. Bárður Jón Grímsson kom að skemmdarverkinu og tilkynnti bæði til lögreglu og til Umhverfisstofnunnar.

Líklega mun fólk frá stofnuninni taka út umhverfisspjöllin á morgun til að sjá hvort þau séu afturkræf og til að meta næstu skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert