Bárurnar komnar í land

Bárurnar þegar þær mættu til Dover og voru tilbúnar í …
Bárurnar þegar þær mættu til Dover og voru tilbúnar í boðsundið. Ljósmynd/ Elsa Valsdóttir

Sjósundshópurinn Bárurnar eru komnar í land eftir tæplega 16 tíma boðsund yfir Ermasundið en þær voru í beinu streymi á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Mikill öldugangur virðist hafa verið síðasta spölinn við Frakklandsstrendur, eins og við mátti búast, en mbl.is ræddi við Guðmundu Elíasdóttur fyrr í dag sem sagði þær vera í kappi við tímann vegna veðurfarsins á lokametrunum.

Beint streymi frá lokametrunum birtist á facebooksíðu Báranna við lokasprettinn:

Ætlar aldrei að synda í sjó aftur

Nú er þó ljóst að þeim tókst ætlunarverkið sitt og komust í land. Annað eins myndskeið mátti sjá fyrir um klukkustund.

„Ég ætla aldrei að synda í sjó aftur á ævinni. Ég ætla að henda öllum sundbolunum mínum,“ grínast Sigríður Lárusdóttir í myndskeiðinu, en hún var þá tiltölulega nýkomin um borð á skipið eftir að hafa synt tæpa fimm kílómetra á einum klukkustund.

Fréttin var uppfærð þegar Bárurnar náðu landi.

Sjó­sund­hóp­ur­inn Bár­urn­ar samanstendur af þeim Guðmundu Elíasdóttur, Elsu Vals­dótt­ur, Sig­ríði Lár­us­dótt­ur, Hörpu Leifs­dótt­ur, Jór­unni Atla­dótt­ur og Bjarnþóru Eg­ils­dótt­ur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert