Hækkunin knýr áfram vítahring

„Besta leiðin“ verður enn dýrari en áður.
„Besta leiðin“ verður enn dýrari en áður.

„Þetta er náttúrlega ekki gott. Gjaldskráin er þegar há og er það hindrun fyrir suma að nota strætó.“

Þetta segir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, en í morgun barst tilkynning frá Strætó þess efnis að ný gjaldskrá fyrirtækisins tæki gildi um næstu mánaðamót þar sem verð hækkar um 12,5%.  

Sindri segist í samtali við mbl.is hafa skilning á því að Strætó sé í erfiðri stöðu, sérstaklega eftir áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn.

„Það hafa verið fréttir um bága stöðu Strætó og auðvitað mikil synd að hið opinbera hafi ekki stutt fyrirtækið betur í faraldrinum. Þetta er auðvitað bara afleiðing þess.“

Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Ljósmynd/Aðsend

Ógnvekjandi þróun

Sindri er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi að niðurgreiða þjónustu Strætó. Honum finnst jafnframt ógnvekjandi að gjaldskráin hækki.

„Farþegum gæti fækkað í kjölfarið og þá verður brugðist við með því að skera niður þjónustu. Þá verða ekki jafn tíðar ferðir og þá dregst farþegafjöldinn saman aftur,“ segir hann.

„Þetta er ákveðinn vítahringur. Ef það gengur illa þarf að hækka verðið, þá gengur verr og þá þarf að skera niður ferðir og þá gengur enn þá verr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert