Ekki hægt að alhæfa að vandinn sé fjármögnunarvandi

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að ekki væri hægt að alhæfa um að mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins væri tilkominn vegna vanfjármögnunar. 

Þetta sagði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag við spurningu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, hvort að Willum vissi að mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins væri fyrst og fremst fjármögnunarvandinn.

Nefndi Willum að hann hafi sett af stað mönnunargreiningu til þess að ná utan um vandamálið og kortleggja það. 

„Það er alveg nóg að horfa á heildarmyndina þegar kemur að því að það vantar heil 3% upp í þau meðaltöl sem við erum að horfa á í löndunum í kringum okkur.

Auðvitað er þetta ekki algildur mælikvarði en þetta er þriðjungs viðbót og það hljóta allir í þessum sal og þarna úti að átta sig á því að rekstrarsnilldin hér í heilbrigðiskerfinu er ekkert meiri en í löndunum í kringum okkur,“ sagði Kristrún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert