Páll áfrýjar tíu ára fangelsisdóminum

Daði Björnsson og Páll Jónsson.
Daði Björnsson og Páll Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Jónsson, sem hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi hans, í samtali við mbl.is. 

Páll var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir hlut sinn í einu stærsta kókaín­mál sem komið hef­ur upp hér á landi. 

Fjórir menn voru dæmd­ir fyr­ir að hafa, ásamt óþekkt­um aðila, ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yfir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um en Páll stóð að baki timbursendingarinnar. 

Birgir Halldórsson var dæmdur í átta ára fangelsi, Daði Björnsson var dæmdur í sex ára og sex mánaða fangelsi og Jóhannes Páll Durr var dæmdur í sex ára fangelsi. 

Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis, staðfesti í samtali við mbl.is að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Ekki náðist í verjendur Jóhannesar og Daða. 

Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson.
Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert