Hvílustæði í staðinn fyrir bílastæði

Hvílustæði við Lækjargötu.
Hvílustæði við Lækjargötu.

Svokölluðum hvílustæðum hefur fjölgað í borgarlandinu á umliðnum árum en hvílustæði (e. parklet) eru bílastæði sem er tímabundið breytt í dvalarsvæði fyrir íbúa og gesti Reykjavíkur og eru gjarnan tengd rekstri við götuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hvílustæðin eru oft sett upp að frumkvæði rekstraraðila í borginni. Leiðbeiningar eru samdar til að skýra út ferlið við uppsetningu hvílustæðanna. Þau eru tilraun til þess að göturýmið taki breytingum seinna meir og verði gert að varanlegu dvalarsvæði.

Megin áhersla með hvílustæðunum er að skapa skemmtilegt svæði fyrir fólk. Jafnframt er reynt að vekja íbúa og aðra hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og hvetja þá til þátttöku í mótun svæðanna.

Allan kostnað hvað varðar hönnun, uppsetningu og leyfi fyrir stæðinu bera umsækjendur um hvílustæðin. Leiðbeiningar um hvernig á að sækja um hvílustæði má finna á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka