Mest hefur borið á samskiptaleysi

Árni Þór Sigurðsson hefur látið af störfum sem sendiherra Íslands …
Árni Þór Sigurðsson hefur látið af störfum sem sendiherra Íslands í Rússlandi.

Árni Þór Sigurðsson, sem nú hefur látið af störfum sem sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að dvölin í Moskvu hafi verið töluvert öðruvísi en hann átti von á, en bæði kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu settu strik í reikninginn og segir hann að það hafi að mörgu leyti einkennt tímann sem hann dvaldi þar.

Ákveðið hefur verið að leggja starfsemi sendiráðsins niður frá og með 1. ágúst.

Spurður hvernig hafi verið að vera í Rússlandi fyrir og eftir að stríðið hófst segir hann að mest hafi borið á samskiptaleysi milli Vesturlanda og Rússlands.

„Auðvitað hafði stríðið þessi áhrif að Vesturlönd draga verulega úr samskiptum við Rússland, fyrst til að byrja með og það voru lagðar á allskonar viðskiptaþvinganir eða refsiaðgerðir og eftir því sem tíminn leið dró meira og meira úr samskiptum við rússnesk stjórnvöld. Þannig að vinnan breyttist dálítið,“ segir hann.

Tímabært að breyta til

Árni Þór tekur nú væntanlega við starfi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Hann segir að vissulega hafi verið tímabært að breyta til.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert