Dást að enskukunnáttu Íslendinga

Margt er um manninn á Ísafirði um þessar mundir. Í dag sigldu þrjú skip inn í Ísafjarðarhöfn með þúsundir farþega innbyrðis. mbl.is náði tali af nokkrum farþegum skipanna sem bera landinu vel söguna og segja Íslendinga vinalegt fólk.

„Þetta viðtal er það besta við Ísland að mínu mati,“ sagði Bandaríkjamaður nokkur léttur í bragði. „Við höfum séð fallega fossa hér og að keyra um þjóðvegi landsins hefur verið í algjöru uppáhaldi hjá okkur,“ leiðrétti hann sig síðan. 

Íslendingar vinalegir 

„Fólkið er mjög vinalegt,“ sögðu ferðamenn frá Englandi. „Okkur finnst magnað hvað þið talið góða ensku.“

Loks fengu allir viðmælendur það verkefni að bera fram orðið „Ísafjörður“, og hikuðu þau ekki að spreyta sig á íslenskunni eins og sjá má hér fyrir ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert