Viðbúin öllu veðri um verslunarmannahelgina

Hitaspáin á landinu kl. 15 á föstudag.
Hitaspáin á landinu kl. 15 á föstudag. Kort/Veðurstofa Íslands

„Menn þurfa ávallt að vera viðbúnir, sama hvert þeir fara. Eins og spáin lítur út núna þurfa menn að taka með sér regnfatnað, sólarvörn og allt þar á milli um verslunarmannahelgina.“

Þetta seg­ir Haraldur Eiríksson, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is um veðrið yfir versl­un­ar­manna­helg­ina.

17-18 gráður á Suðvesturlandi í dag

Haraldur segist eiga von á mildu veðri yfir næstu daga, sem muni einkennast af bæði skúrum og sól.

Frá hátíðinni Ein með öllu á Akureyri í fyrra.
Frá hátíðinni Ein með öllu á Akureyri í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Spáin í dag og á morgun er keimlík. Það er von á hægbreytilegri norðanátt. Það gæti vel glitt í sól en menn geta einnig átt von á skúrum. Í dag verður einna hlýjast suðvestan til á landinu, allt upp í 17-18 gráður yfir hádaginn,“ segir Haraldur.

Loðin spá fyrir versló

Haraldur telur að það sé of snemmt að segja til um hverju fólk megi búast við um verslunarmannahelgina.

„Það er ráðlegt að fylgjast vel með spánni næstu daga. Á þessum tímapunkti er erfitt að segja til um hvernig veðrið um verslunarmannahelgina verður, en núverandi spá fyrir versló er eðlilega loðin þar sem enn er langt til helgarinnar,“ segir Haraldur.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert