Enn beðið eftir krufningarskýrslu í Selfossmálinu

Maðurinn sem grunaður er um manndrápið er laus úr gæsluvarðhaldi.
Maðurinn sem grunaður er um manndrápið er laus úr gæsluvarðhaldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti konu sem fannst látin í apríl á þessu ári, er langt á veg komin en þó ekki lokið.

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir embættið enn bíða eftir endanlegri krufningarskýrslu en á meðan sé unnið úr þeim gögnum sem liggja fyrir. 

Í gæsluvarðhaldi í 18 vikur

Kona á þrítugsaldri fannst látin í heimahúsi á Selfossi 27. apríl. Bráðabirgðakrufning á konunni benti til þess að um manndráp væri að ræða.

Tveir menn voru handteknir í kjölfar þess að konan fannst og var öðrum þeirra sleppt úr haldi skömmu síðar. Hinn sat í gæsluvarðhaldi fram í ágúst, alls í 18 vikur. Hann er nú laus úr haldi en hefur verið úrskurðaður í farbann.

Þess ber að geta að lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi úr­sk­urða sak­born­ing til að sæta gæslu­v­arðhaldi leng­ur en tólf vik­ur nema brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir krefj­ist þess.

Aðspurður segir Sveinn Kristján allan gang vera á því hvað taki langan tíma fyrir endanlega krufningarskýrslu að skila sér. Það fari eftir eðli málsins og hvenær niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá skili sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert