Það er nú eða aldrei

Þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir Kvennafrídaginn sem …
Þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir Kvennafrídaginn sem vakti heimsathygli. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Kvikmyndagerðarkonurnar Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Pamela Hogan tóku höndum saman við gerð heimildarmyndarinnar um kvennafrídaginn, The Day Iceland Stood Still. Í myndinni eru viðtöl við kvenskörunga áttunda áratugarins sem lýsa aðdragandanum og deginum sjálfum á skemmtilegan hátt. Nokkrir karlmenn fá einnig orðið og má þar helst nefna Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins sem segir frá því hvernig hann fékk konur til að vinna um nóttina til þess að blaðið gæti komið út daginn eftir með flennistórum myndum frá þessum merka atburði. Án kvennanna hefði ekkert blað komið út.

Níu af hverjum tíu 

„Mín fyrsta hugsun var hvernig konunum tókst að fá níu af hverjum tíu konum til að taka þátt í þessum degi. Það var mér ráðgáta hvernig hægt væri að skipuleggja svona um land allt á þessum tímum,“ segir Pamela og segist hafa lagt þessar spurningar fyrir viðmælendurna.

„Þá kynntumst við rauðsokkunum en þessi hreyfing var upp á sitt besta á þessum árum,“ segir hún og segir mjög nauðsynlegt að þessi saga fái að heyrast núna.

„Ef þessi saga er ekki sögð núna verður hún ekki sögð því fólkið er að eldast og nú þegar eru þrír af viðmælendum okkar látnir. Það er nú eða aldrei. Þessar konur lifðu söguna og þurfa að segja sjálfar frá. Sagan yrði sögð á allt annan hátt eftir þeirra dag,“ segir hún.

Gæsahúðin gleður

Hvað kom ykkur helst á óvart við gerð myndarinnar?

„Ég er dóttir femínista og baráttukonu sem fór fyrir hópi kvenna í Boston þegar ég var unglingur. Ég man hvað konur voru oft reiðar. Það sem kom mér á óvart við að heyra í íslensku konunum var hvað það var mikil gleði sem fylgdi þeim og hvað þær notuðu mikið húmor í sinni baráttu,“ segir Pamela.

„Ég held það sé nokkuð íslenskt að nota húmorinn sem vopn, ekki bara hnefann,“ segir Hrafnhildur.

„Það er alveg stórsnjallt,“ segir Pamela.

Pamela Hogan hittir einn viðmælanda sinn, Guðrúnu Jónsdóttur, á Lækjartorgi …
Pamela Hogan hittir einn viðmælanda sinn, Guðrúnu Jónsdóttur, á Lækjartorgi þegar hún var að vinna að gerð myndarinnar.

Blaðamaður hafði fengið forskot á sæluna og tjáði Pamelu að hann hefði fengið gæsahúð trekk í trekk við áhorfið.

„Það er ekkert sem þú gætir sagt sem gæti glatt mig meira!“

Ítarlegt viðtal er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Hrafnhildi og Pamelu. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert