Svandís hyggst ekki tjá sig

Svandís Svavarsdóttir neitar að tjá sig.
Svandís Svavarsdóttir neitar að tjá sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir mat­vælaráðherra hyggst ekki tjá sig um þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, að segja af sér embætti.

Bjarni greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í gær eftir að hafa fengið í hendur álit umboðsmanns Alþingis um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, en niðurstaða umboðsmanns var að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í bankanum. 

Í kjölfar afsagnar Bjarna hafa spjótin beinst af Svandísi en umboðsmaður Alþingis er með til skoðunar hvort hún hafi mögulega brotið stjórnsýslulög þegar hún setti í reglugerð bann við veiðum á langreyðum í ágúst.

Mbl.is fékk þau skilaboð frá aðstoðarmanni Svandísar í dag að hún ætli ekki að tjá sig um málin að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert