Bjarni verður utanríkisráðherra

Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundinum.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn ríkisstjórnarflokkanna – Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson – tilkynntu í dag að Bjarni, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, myndi skipta um embætti við Þórdísi Kolbrúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur utanríkisráðherra.

Eft­ir að álit umboðsmanns Alþing­is vegna sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka var birt sagði Bjarni af sér. Þó kvaðst hann ekki vera sammála álitinu.

Morgunblaðið hafði þegar heimildir fyrir því að Þórdís og Bjarni myndu skipta um ráðherrastól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert