Enn enginn grunaður í tengslum við árásina

Lögreglan safnar enn gögnum í tengslum við málið.
Lögreglan safnar enn gögnum í tengslum við málið. Samsett mynd/Eggert

Lögregla hefur enn ekki haft afskipti af neinum grunuðum í tengslum við árás sem gerð var á ráðstefnugest Sam­tak­anna '78 þann 26. september. 

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, segir málið enn til rannsóknar hjá lögreglu sem vinnur að því að safna gögnum. 

Þaulleita gagna

Við erum enn að safna gögnum og þar með talið myndskeiðum ef þau eru til. Við reynum að þaulleita það,“ segir Grímur.  

Aðspurður segir Grímur það hluti af rannsókninni hvort um geti verið að ræða hatursglæp. 

Greint var frá því í lok síðasta mánaðar að ráðist hefði verið á gest á ráðstefnu á veg­um Sam­tak­anna '78. Ráðstefn­una héldu sam­tök­in í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðuneytið og nor­rænu for­sæt­is­nefnd­ina. Um 100 full­trú­ar frá öll­um helstu hinseg­in sam­tök­um Norður­land­anna sóttu ráðstefn­una.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert