Stjórnvöld föst í skammtímalausnum og skítareddingum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Virðulegi forseti, það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn, segir íslenska orðtakið. Orðtak sem er dálítið einkennandi fyrir íslensk stjórnmál.“

Svo hljóðaði upphaf ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. 

Dýrkeypt að setja plástur á vandamálin

„Við í Viðreisn. Við höfum fengið stundum skammir og skens fyrir að vera of föst í langtímahugsun en nokkur dæmi dagsins, mjög bitur dæmi dagsins, sýna hvað það er dýrkeypt fyrir íslenska þjóð og samkeppnishæfni hennar að stjórnmálafólk er fast í skammtímalausnum og skítareddingum. Oftar en ekki til að verja völd og stóla.“

Sagði Þorgerður til að mynda mikilvægt að hugsa lengra fram í tímann í menntamálum í ljósi niðurstöðum PISA-könnunarinnar, en ekki síður í gjaldmiðla- og efnahagsmálum.

Í dag séu vandamálin þakin plástrum í stað raunverulegra umbóta, sem á endanum verði dýrkeypt fyrir heimilin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert