Heyrnarlausir hælisleitendur leita hingað

Hermt er að fleiri heyrnarlausir sæki um vernd hér en …
Hermt er að fleiri heyrnarlausir sæki um vernd hér en í Danmörku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tugir heyrnarlausra hælisleitenda hafa leitað eftir vernd hér á landi undanfarið og eru flestir þeirra frá Úkraínu, en einnig koma hælisleitendur frá Palestínu og Venesúela við sögu. Þetta hefur átt sér stað undanfarna 18 mánuði.

Hermt er að fleiri heyrnarlausir sæki um vernd hér en í Danmörku. Þetta veldur álagi á ýmis kerfi hér á landi og er nú svo komið að táknmálssvið Hlíðaskóla þar sem heyrnarlaus börn sækja nám er orðið fullt og tekur ekki við fleirum.

Félag heyrnarlausra hefur gripið til þess ráðs að ráða sérstakan starfsmann til að þjónusta þennan hóp. Þar á bæ hafa menn áhyggjur af stöðu íslenska táknmálsins, enda þessi hópur orðinn um þriðjungur heyrnarlausra í landinu.

Uppfært:

„Táknmálssvið Hlíðaskóla tekur á móti öllum heyrnarlausum börnum, ekki síst flóttabörnum. Fjöldi barna sem stundar nám í skólanum er langt yfir því sem húsnæði skólans rúmar en skólinn neitar ekki flóttabörnum um skólavist,” segir í athugasemd Berglindar Stefánsdóttur, skólastjóra Hlíðaskóla, vegna fréttarinnar.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert